Myndir af örfáum af þeim húsum sem við höfum byggt á síðustu fjórum árum

 

QSM 22 fullbúið sumarið 2009 á vesturlandi

Eigum eitt svona hús ennþá á gömlu gengi í verksmiðju

 

Norice fullbúið sumarið 2009 á vesturlandi.

 

 

Hús að rísa í Noregi í endaðan maí 2009, þetta er í Halden, nærri Svinesund.

Húsið fullbúið í júlí.

Nokkur hús verða reist í Noregi og Svíþjóð sumarið 2009.

Nýjasta húsið okkar að rísa í nágrenni Gautaborgar 3. nóvember 2009. Allir veggir reistir á einum degi.

 


   
     

 

QSM 22 fullklárað að utan sumarið 2009

 

Hús frá okkur að rísa í Danmörku að morgni kvennadagsins 19 júní 2008

 

Síðasta veggeiningin á sinn stað um kvöldið sama dag.
Þetta hús er byggt eftir teikningu eiganda.



Húsið svo til fullbúið að utan.

     
     

QSM 22 nýjasta húsið okkar. Þetta er þrívíddarteikning af húsinu

 

 

Annað húsið risið að Indriðastöðum í Skorradal sumarið 2008. Þetta hús er með aukaglugga og hurð til að nýta útsýni sem best. Utanhúsklæðning: grátt Eternit og lerki.
Gluggar hvítir

 

     
     

 

 

Þetta hús er íslensk útgáfa af norska húsinu hér fyrir neðan. Sveinn Ívarsson arkitekt vann í íslenska teikningu út frá norsku útgáfunni með leyfi norska hönnuðarins. Gluggarnir eru stærri, hærra til lofts og húsið er örlítið stærra að flatarmáli. Húsið var reist af okkur haustið. 2007, myndin tekin í júní 2008. Frágangur lóðar og pallur bíður sumars. Indriðastaðir í Skorradal. Glæsilegt hús á glæsilegum stað.

myvatn_1

QSM-1 í Mývatnssveit.


140 m2 sumarhús smíðað 2007 fyrir eitt af stærstu sumarhúsafyritækjum Noregs, reist og fullfrágengið af okkur í Beitostølen, Noregi. Torfið vantar enn á þakið þegar myndin er tekin. Sama fyrirtæki er búið að panta 4 hús fyrir sumarið 2008.

 

Öndvegissúlurnar má ekki vanta

Súlur og stólpar handunnið að óskum kaupandans í Noregi.
Við getum byggt eftir þessari teikningu með leyfi hönnuðarins fyrir kaupendur á Íslandi


 

     
   

Þarna erum við að reisa fyrsta hús ársins 2008 í Noregi. Myndin tekin í endaðan janúar.
Panellinn er flett ókanntskorin fura að norskum hætti

Í stofunni eru ásar úr heilum trjám sem halda uppi þakinu



Vindskeiðar og gluggaumgjörð sérsmíðað að ósk kaupanda.
Húsið í baksýn er einnig frá okkur, smíðað á síðasta ári.

 

Húsið nærri tilbúið að utan og innan. Þakið verður tyrft í sumar. Myndin tekin í maí 2008

...............

...............

Allt tréverk að innan unnið af okkar mönnum. Innréttingar í Norskum sveitastíl.

 

Eitt af nýjustu húsunum okkar, reist á Íslandi vorið 2008. Byggt eftir teikningu eiganda.
Klætt utan með lágréttu bárustáli og Eterniti. Gluggar ál-tré.
Glæsilegt viðhaldsfrítt hús

 

       
   

QIB1- 216 m2 í íslenskri sveit, myndin er tekin í september 2007. Reist af okkur sumarið 2007.
Utanhúsklæðning er állitað stál og grófsagað jatoba. Gluggar og útihurðir úr mahogny.
Aðalinngangur og inngangur af palli undir þaki. Viðhaldslítið hús.

 

Sama hús í mars 2008. Nú sést gestahúsið þegar laufið skyggir ekki á.


Samskonar hús í annari sveit.
Utanhúsklæðning er hvítt stál og standandi lerki, hvítmálaðir furugluggar og hurðir.
Takið eftir hvernig þakið kallast á við jökulinn. Reist af okkur veturinn 2007. Myndin tekin í ágúst 2007.

 

       
   

 

Flott sumarhús á Austurlandi, smíðað af okkur, reist og frágengið af eiganda.
Hannað af Úti og inni sf.
arkitektum.

Aðalhúsið

Gestahúsið

Húsið er klætt með standandi lerki. Ál-tré gluggar og hurðir

 

       
   

Þetta hús er byggt eftir teikningu eiganda.
Reist sumarið 2004 í Grímsnesinu

QSM 2
Þetta hús stendur á fallegum stað í Borgarfirði, reist 2005

 

QSM 1
Þetta er hús með breytingum að óskum kaupanda, reist sumarið 2007 í Ölfusi
Þessa glugga er einnig hægt að fá í QSM 2

 

 

       
     

Sumarhús smíðað eftir teikningu eiganda hjá okkur.
Reist af eiganda 2006

 

QSM-11 - 56 m2 reist af okkur með hjálp eiganda vorið 2007

     
     

 

QSM 2 - 85 m2 Sumarhús. Búið að stilla upp fyrir utan verksmiðju

Húsið risið í Biskupstungum

Þarna er verið að reisa QSM -1-91m2 í Grímsnesinu

Úthringurinn risinn

 

     
     

Húsið tilbúið veturinn 2006-2007

 

 

Byrjað að reisa QSM 32 veturinn 2006. Heldur kuldalegt í morgunsárið.

Fyrstu einingarnar á sinn stað.

Það birtir þegar á daginn líður og húsið tekur á sig mynd

Úthringnum lokað

Húsið tilbúið haustið eftir

 

     
 
..

Kverkus ehf
Síðumúla 31, 108 Reykjavík
Símar: 581 2220 - 840 0470
Kverkus ehf - kverkus@kverkus.is