Lýsing - Einingapakki II

Útveggir
Grind: alhefluð fura 48 x 148 mm. fest saman með BMF vinklum samkv. íslenskum stöðlum. Öll undirstykki þrýstifúavarin. Asfaltdúkur undir undirstykkjum.
Heilklætt utan á grind með 9 mm vatnsheldum birkikrossvið, einangrun í veggi: 150 mm steinull.
Loftunargrind að utan 22 x 50 mm. 34 mm bjálkafurupanell 2 x áborinn og negldur á með galvaniseruðum saum. Innan á vegg kemur plast rakasperra.
Efni í rafmagnsgrind: 34 x 50 mm og 19 x 140 mm slípaður og hvíttaður greni panill eða 2falt gips innan á vegg. Lok til að loka út og innhornum fylgja.

Þak
Sperrur 48 x 198 mm fura/greni ásamt límtrésbita í mæni. Sperrufestingar fylgja til festingar við límtrésbita og veggi, 175 mm steinullareinangrun ásamt listum og masoniteplötum fyrir loftun, klæðning á þak er 25 x 150 mm fura, þá þakpappi ásamt lituðu bárustáli. Innan á þak fylgir plastrakasperra, 34 x 50 mm grind ásamt panel eða 2földu gipsi eins og á útveggjum. Þakkantur úr sama og útveggur, klæðning undir þakkant úr sléttum 19 x 140 mm furu/greni panel. Kjölur, skotrennur, rennur og rennubönd fylgja ásamt niðurfallsrörum og festingum.

Gólf (ef fylgir í tilboði)
48 x 198 mm gólfbitar, botn 9 mm vatnsheldur krossviður, 175 mm steinullareinangrun, plast rakaspera og gólfklæðning 22 mm OSB plata eða 22 mm berandi plankaparket.

Innveggir
Efni í innveggjagrind er 70 x 45 mm fura/greni, 70 mm stein eða glerullaeinangrun fylgir ásamt innipanel / 2földu gipsi, sama og á lofti og útveggjum.

Gluggar, hurðir
Gluggar eru ábornir furugluggar af skandinaviskri gerð, með tvöföldu gleri samkvæmt evrópustöðlum. Útihurðir eru ábornar furuhurðir smíðaðar skv. skandinaviskum venjum. Áfellur innan og utan fylgja. Gluggakistur inni fylgja ekki.
Innihurðir eru furu fulningahurðir lakkaðar með glæru lakki og með skrá og lömum ásamt gereftum, lamir og húnar úr stáli.

Þurrkun
Allt efni sem kemur utan rakasperru í veggjum og gólfi er þurrkað í a.m.k. 15 - 18 %. Allur viður sem kemur innan við rakasperru í veggjum og gólfi er þurrkaður í 9%

Frágangur
Ú tveggir koma í einingum tilbúnum að utan, einangraðir með gluggum og hurðum ísettum og með útipanel ábornum og ásettum, músanet undir opum á loftunargrind. Glugga og hurðafrágangur er endanlegur. Sperrur og límtrésbitar í loft eru sniðið í lengdir. Plast innan á veggjum. Aðrir húshlutar koma ótilsniðnir í lengdum.

Ekkert annað en það sem að framan er talið fylgir.

Ath. Engar lagnir fylgja. Loftunarrör í þak fylgja ekki. Saumur í þak, þakkant, hornalok, gerefti og panil fylgir ekki.

Boltar til að festa húsið niður á sökkul fylgja ekki. Allar aðrar festingar fylgja.

Gerum einnig tilboð í að skila húsinu á ýmsum byggingarstigum. Við getum séð um að gera sökkulinn, reisa húsið, klára að utan og klára að innan. Einnig innréttingapakka ásamt hreinlætistækjum. Hafðu samband og fáðu tilboð hjá okkur

Auk þessa getum við smíðað hvaða timburhús sem er.
Ef þú átt teikningu eða skissu af draumahúsinu þá gefum við þér tilboð í smíðina ásamt uppsetningu eða verð í fullbúið hús.
Allskonar fjármögnun í boði.

 

..

Kverkus ehf
Síðumúla 31, 108 Reykjavík
Símar: 581 2220 - 840 0470
Kverkus ehf - kverkus@kverkus.is